UPPÁHALDS HLUTIR ...
March 19, 2019

UPPÁHALDS HLUTIR ...

Mitt uppáhalds …
Ég tók saman nokkra hluti sem ég nota mjög mikið og ætla að gefa þá alla í veglegum gjafaleik á Instagram.

1. AndreA Húfa í lit að eigin vali
2. AndreA trefill í lit að eigin vali
3. AndreA LoveLove hálsmen í gull eða silfri
4. BIOEFFECT DAY SERUM
5. BIOEFFECT OSA WATER MIST
6. FANNY taska í lit/tegund að eigin vali.
7. ESSIE naglalakk …. mína tvo uppáhalds liti, Ballett slippers & Russian roulette1. Húfurnar okkar eru úr dásamlegri viskós blöndu og eru fullkomnar “borgar húfur” ekki of þykk – ekki of hlý – bara svona akkúrat.  Húfan kemur í 6 litum… þú getur skoðað litina 
hér!

2. Trefill … Þessi ullar trefill er ómissandi á köldum dögum,  ég er oft með hann sem sjal yfir axlirnar þegar ég er að vinna í tölvunni eins og akkúrat núna :) Hann kemur í nokkrum litum og er stór og hlýr.  Litina finnur þú hér!

3. LoveLove hálsmenið er í algjöru uppáhaldi, auðvitað elska ég það sem stendur á því en þar að auki elska ég lagið á meninu. LoveLove kemur í tveimur stærðum í silfri & gullhúðuðu silfri.   …meira hér!


4. BIOEFFECT DAY SERUM:  Ég veit ekki hvernig húðin mín kæmi undan vetri ef þessi rakabomba væri ekki svona mögnuð.  DAY serumið gefur húðinni mikinn raka og heldur húðinni stinnri og ferskri.  Ég elska þessar vörur og er svo ótrúlega glöð að geta nú boðið upp á hana í versluninni okkar.  Allar konur sem langar í BIOEFFECT spjall og ráðgjöf eru velkomnar til okkar á Norðurbakkann.

5. BIOEFFECT OSA WATER MIST:  Önnur snilld frá Bioeffect sem endurnærir húðina og veitir henni nauðsynlegan raka, þessu spreyja ég á mig í tíma og ótíma, bæði á hreina húð og yfir farða.  Ómissandi þegar að húðin er þurr.

6. FANNY: þessi taska er svo mikil snilld þó ég segi sjálf frá.  Fanny kom núna síðast í “leopard” munstri sem lífgar hressilega upp á dressið sérstaklega þegar maður er t.d í svartri kápu.  Taskan er líka til í svörtu & rauðu leðri.

7. ESSIE naglalakk, ég virðist aldrei geta valið á milli hvort mig langar að vera með ljósbleikt eða rautt, eins og það séu bara tveir litir til í heiminum. Eins og ég er litrík þá nota ég samt eiginlega bara alltaf þessa tvo, Russian roulette & ballett slippers þeir fylgja báðir með í pakkanum <3


Leikurinn er HÉR....  Megi heppnin vera með þér ;)