Skilmálar
Upplýsingar um seljanda
Art Werk ehf
Kt: 681209-0340
Norðurbakki 1
220 Hafnafjörður
S: 551-3900
artwerkehf@gmail.com
VSK númer: 103552
Skilmálar
Afhendingartími
Þegar verslað er á vefverslun andrea.is getur þú valið á milli þess að sækja í verslun eða fengið sent með Dropp eða Íslandspósti.
Ef pöntun þín er send með Dropp afhendist hún að jafnaði næsta virka dag eftir að pöntun hefur borist og greiðsla átt sér stað.
Ef pöntun þín er send með Íslandspósti fer hún í póst í síðasti lagi næsta virka dag, og er afhendingartími að jafnaði tveir til þrír virkir dagar eftir að pöntun hefur borist og greiðsla átt sér stað.
Ef pöntun er sótt í verslun eru allar pantanir sem gerðar eru fyrir kl 23:59 tilbúnar til afhendingar næsta virka dag.
Sendingar
Þegar viðskiptavinur hefur lagt inn pöntun er sendur staðfestingartölvupóstur. Þegar vinnsla pöntunar lýkur er sendingarnúmer einnig sent.
Ef svo óheppilega vildi til að pöntunin/hluti af pöntuninni er uppseld þá áskilur AndreA sér rétt til þess að senda þær vörur sem eru til og endurgreiða þær sem eru uppseldar og sömuleiðis láta viðskiptavin vita.
Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en að greiðsla fer fram.
Greiðslumátar
Hægt er að greiða með kredit- og debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Valitor sem og með peningum í verslunum.
Verð
AndreA áskilur sér rétt til að breyta verðum fyrirvaralaust. Öll verð í vefverslun sem og í verslunum eru með 24% virðisaukaskatti.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Hægt að skila vörum sem pantaðar eru á netinu innan 14 daga að því tilskyldu að vörunni sé skilað í því ástandi sem hún kom til þín ásamt kvittun. Ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt er hægt að fá endurgreitt. Endurgreiðsla getur tekið allt að tvo virka daga að fara í gegn.
Einnig er í boði að skila pöntunum í verslanirnar. Fatnaði og fylgihlutum skal skilað í verslun að Norðurbakka 1 en skóm og skóvörum í verslun að Vesturgötu 8.
Viðskiptavinir geta ekki neitað móttöku sendingar og þar með hætt við pöntun, án þess að koma því á framfæri við AndreA.
Skipti á vörum er í boði í verslunum AndreA. Ef viðskiptavinur hefur í huga aðra stærð, lit eða vöru þá er hann vinsamlegast beðinn um að senda vöruna til baka og koma óskum sínum á framfæri.
Þegar pöntun er skilað í pósti skal hún berast til:
Art Werk / AndreA
Norðurbakki 1
220 Hafnarfjörður
Iceland
Gallar
Ef svo óheppilega vildi til að vara reynist gölluð, skal viðskiptavinur hafa samband við AndreA innan við tveimur mánuðum frá uppgötvun gallans.
AndreA tekur inn gallaðar vörur í öllum tilvikum, en áskilur sér rétt til að hafna kvörtunum vegna vara sem ekki hefa verið meðhöndlaðar rétt. Sérstaklega ætti að meðhöndla fatnað með saumuðum hlutum eins og pallíettum, perlum og hnöppum, einnig prjóna- og silkivörur, mað aðgát. Ef hægt er að laga vöruna þá gerum við við hana, annars fær viðskiptavinur nýja eins flík. Sé sama flík ekki til þá er boðið upp á aðara vöru eða endurgreiðslu.
Vinsamlegast sendið okkur tölvupóst á shop@andrea.is titlað „gölluð vara“. Tölvupósturinn skal innihalda pöntunarnúmer ásamt lýsingu af gallanum og myndum. Ef varan hefur skemmst í sendingunni, hafið þá samband eins fljótt og auðið er svo hægt sé að gera ráðstafanir.
Friðhelgisstefna / Privacy Policy
Trúnaður
Við heitum fullum trúnaði við viðskiptavini okkar og afhendum ekki upplýsingar til þriðja aðila.
Tilgangur og lagaskylda
Stefna AndreA við að upfylla persónuverndarlöggjöf er byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og almennum persónuverndareglugerðinni, sbr. Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 206/679 frá 27. apríl 2016. AndreA er skráð undir heitinu Art Werk ehf., kt. 681209-0340, Norðurbakki 1, 220 Hafnarfjörður., og er það ábyrgðaraðili gagna að því er varðar þær persónuupplýsingar sem við geymum um þig.
Notkun af persónum upplýsingum
Persónulegum upplýsingum er safnað, geymt og þær notaðar í eftirfarandi tilgangi á vefsíðunni; uppfyllingar af pöntunum, tölfræði og greining á umferð á vefsíðunni.
AndreA áskilur sér allan rétt til að breyta persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á lögum og reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.