LEO LOVERS
May 08, 2024

LEO LOVERS

Leopard gallabuxurnar frá CoCouture eru væntanlegar í viku 21 eins og danirnir segja en það þýðir 20-26 maí. 
Við erum að kafna úr spenningi og langar til að segja ykkur nokkrar staðreyndir um þessar trylltu buxur.

Þetta er okkar uppáhalds snið, margar ykkar þekkja það vel en það hefur verið til hjá okkur áður í gallabláu, ljósu og svörtu. 

* Við eigum von á tveimur litum, Grátt leopard (grátt - svart hvítt) & Beige leopard (beige - brúnt - svart) 
Hægt að sjá munin á litunum á meðfylgjandi myndum.

*Efnið er mega mjúkt og buxurnar því afar þægilegar.

*Stærðirnar eru frekar stórar (danskar) & góð teygja er í buxunum þannig að mögulega vilja þær sem vilja hafa þær vel þröngar taka einu númeri minna en venjulega.

*Í sama efni fáum við blússur með slaufum og kjóla. 

*Hér er hægt að láta setja sig á biðlista: 
LEOLOVERS -BIÐLISTI

*Þeir sem eru á biðlistanum fá sms eða e-mail um leið og þær lenda og svo er það bara fyrstur pantar/kemur fyrstur fær.

Fylgist með okkur á Instagram til að fá allar nánari upplýsingar <3 
@andreabyadrea