TÍSKUVIKAN Í KAUPMANNAHÖFN
Ég bæði elska þessa viku og hræðist hana smá,,,, því henni fylgir margra daga mikil vinna bæði á undan, á meðan & á eftir, jafn mikið og mér þykir þetta gaman þá þýðir hún auka álag, það voru því kærkomnir frídagar sem við áttum á milli anna. Hægt að lesa meira Hér.
Við förum bæði á sýningar og í showroom og að þessu sinni vorum við að skoða vörur fyrir vor/sumar 2023 og erum afar spenntar fyrir því sem koma skal og hlökkum til að sýna ykkur ný merki sem við erum að taka inn.
Við megum búast við áframhaldandi jakkafata tísku, fíngerðu skarti, rauður litur verður mjög áberandi ásamt áframhaldandi litadýrð. Há stígvél & kúrekastígvél eru að koma í allskonar litum & gerðum eins eru stutt pils eru með endurkomu en þau eru einmitt fullkomin við stígvél og flottan blazer.
Hér eru nokkrar myndir frá okkar tískuviku…
AndreA
—
Products
View all