15 ÁRA - FLASHBACK & SILKI KLÚTAR
AndreA fagnaði 15 ára afmæli 24 október. 15 ár !!! Vá hvað tíminn líður hratt.
Í tilefni afmælisins höfum við verið að hugsa til baka og skoða okkar bestu snið og vinsælustu flíkur. Klútarnir okkar komu fyrst upp í hugann, en þar byrjuðum við. Allra fyrsta varan sem við gerðum undir merkinu er einmitt klútur. Klútar í allskonar stærðum og munstrum voru okkar sérsvið í nokkur ár. Nú eftir nokkuð langa klúta pásu eru þeir komnir aftur í nýjum útgáfum.
Tvær stærðir: Minni klúturinn er 70x70 en stóri er 140x140.
Við leituðum líka aftur til Ágústu okkar sem var eina módelið okkar fyrstu árin, 2008-2015. Við fengum hana aftur til okkar í myndatöku sem var epic. <3
Skoða klúta HÉR:
Klútarnir eru ekki það eina sem við erum að skoða úr fyrri línum en við erum líka að skoða okkar allra bestu kjóla & snið í ýsmum flíkum svo stay tuned ;)
xxx
Products
View all