TÍSKUVIKA

Copenhagen fashion week !
Alltaf finnst mér jafn gaman að fara til Kaupmannahafnar á tískuvikuna, Þarna koma saman allir í bransanum kynna og selja sínar vörur, sum merki bjóða á viðburði eða tískusýningar.  Við kaupum þó nokkuð mörg merki þarna, föt, nærföt & fylgihluti.
Núna tókum við inn æðislegt nýtt merki sem ég er rosalega spennt yfir og hef mikkla trú á, það heitir Notes Du Nord en við fengum fyrstu sendingu af haustinu inn í búð í dag.  Merkið er klassískt með góðu twisti, flott print og klikkaðir pelsar (gervi pelsar sem betur fer)  en ég er varla búin að sofa yfir leopard pels sem kemur núna í haust. (þessi bleiki sem ég er í á myndinni kemur svo í febrúar...... já við þurfum alltaf að bíða) 
 

Stine Goya 10 ára afmælissýningin var mögnuð en áhugasamir geta lesið allt um hana hér .... hjá Elísabet Gunnars á Trendnet. 


Dress ... 

Ég fer eiginlega alltaf með samfesting með mér í ferðalag, hann er kósý og þægilegur, virkar við flata skó á daginn svo getur maður orðið partýfær á núlleinni með því að fara í hæla & eyrnalokka :)  
GRANNY peysan er svo eiginlega gróin við mig en ég notaði þessa rauðu einlitu og þessa munstruðu svörtu/hvítu til skiptis.....  Góðar fréttir fyrir þær sem eru að bíða eftir henni.... Hún kemur í þessari viku.

AndreA