October 12, 2017

SUNNUDAGUR Í REYKJAVÍK

Myndataka & sunnudagur af bestu gerð!

Hér eru nokkrar myndir úr myndatöku sem við fórum í um daginn í fallegu Reykjavík.

Dagurinn var í alla staði frábær og eiginlega bara eins og eitt feitt "girls night out" kvöld nema að við byrjuðum kl 11 og vorum búnar kl 18 :) 

Aldís Páls tók myndirnar eins og alltaf en Erna Hrund sá um förðunina með NYX og sat fyrir,  Hrefna Dan var módel eða ekki módel en við gerðum þetta eins og síðast með Brynju Dan þar sem að hugmyndin er að fá ekki endilega módel sem við stíleserum heldur eru þær meira þær sjálfar í fötunum eins og þær fíla þau og mundu klæða sig sjálfar en þannig verður þetta allt ennþá persónulegra & skemmtilegra.

Ég hlakka til að gera fleiri svona tökur og svona daga ættu allar vinkonur að eiga reglulega....

INSTAGAM
@andreabyandrea 
@andreamagnus 
@paldis
@ernahrund 
@hrefnadan

Jamie´s Italian 

Ítalía á Laugavegi .... elska þetta hús, svo fallega bleikt.

Studíó Ólafur Elíasson í Marshallhúsinu 

Síminn var aldrei langt undan..... 200 plús myndir bakvið tjöldin :) hér er smá ....


Aldís Yndi átti afmæli þennan dag :) Skálum fyrir henni !


Love
A