101 Sunnudagur

Sunnudagurinn var topp næs með þessum tveim,  Aldísi Páls & Brynju Dan.
Við eyddum deginum í 101 Reykjavík við að taka myndir.  Aldís atvinnuljósmyndari tók myndirnar en þessar hér að neðan komu úr símanum mínu ( já ég var stundum fyrir Aldísi ) en mér þykir svo gaman að eiga þessar "baksviðs" myndir líka.
Svo elska ég að taka myndir af Aldísi taka myndir :) ..... Ég á orðið mjög gott safn eftir öll þessi ár :)  Eins var ég dugleg að setja á Instagram eða  Instastory en þið finnið okkur hér:  https://www.instagram.com/andreabyandrea/ & mitt persónulega hér:  https://www.instagram.com/andreamagnus/

Brynja  - Aldís - Andrea

Matbar - við vorum að elska gólfið þar !
Töskur: AndreA - Skór: Ganni & Mads Nordgaard 

Canon er greinilega málið - Skór: billibi og gallabuxur: Lee


Skór: Gardenia - Gallabuxur: Lee

Lee jeans details & fagrir skór 


Aldís tók þessa mynd (hún kom ekki úr símanum) Þetta er Brynja Dan ... þarf varla að kynna hana fyrir ykkur en hún er virk á Snapchat: Brynjadan og Instagram: https://www.instagram.com/brynjadan/ 
Brynja: Leðurjakki: 56.900 - húfa: 3.900  & T-shirt: 7.900   

Boss lady  - þessi veit alveg hvað hún er að gera :) Þið getið fylgst með henni hér: https://www.instagram.com/paldis/
Aldís: "Granny" peysa 25.500 - Lee scarlett cropped: 18.900 - glimmer sokkar 1.600 (eigum þá í allskonar litum og mynstrum) & Gardenía skóm 
_
Þetta var öðruvísi myndataka en við gerum vanalega, við fengum ekki hefðbundið módel eins og oftast en við fengum Brynju sem Brynju.  Hún er eins og allir sjá ótrúlega flott módel en hugmyndin var að hún væri hún, ekki þannig að ég mæti með fötin og stíliseri hana eins og ég vil heldur velur hún fötin með mér og setur saman "Brynjulega" eins og hún notar fötin frá okkur.
Hún er bara hún, algjör töffari, pínu gaur en samt svo mikil pía :)  elskana <3
Næst fáum við aðra dömu með öruvísi stíl þannig að það verður spennandi að sjá hver það er :) 
Þangað til næst 
Lovelove
A