Skóbúðin Vesturgata 8
May 11, 2021

SKÓBÚÐIN OPNUÐ

SKÓR SKÓR SKÓR!! 

Föstudaginn 30. apríl s.l. opnuðum við skóbúð að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði. Því miður gátum við ekki haldið almennilegt opnunarpartý útaf Covid-19, en við eigum það bara inni ;)  Við gátum þó haldið 20 manna hitting í tilefni opnunarinnar á fimmtudeginum til að gera okkur glaðan dag og fagna saman. 

Við tókum gamalt hús hér í miðbæ Hafnarfjarðar í gegn og gerðum það að bleikum skódraumi. Búðin er staðsett hinu megin við götuna frá hinni búðinni okkar, svo það er tilvalið að kíkja við ef þið eigið leið hjá!

Opnunin hefur gengið ótrúlega vel og er ennþá full búð af skóm! Flestir okkar skór eru dönsk hönnun og erum við með merki eins og: 

  • Anonymous Copenhagen
  • Custommade
  • Copenhagen Shoes 
  • Pavement 
  • JoDis by Andrea Röfn
  • EMU
  • Vagabond 
  • Billi bi
  • Cashott

Við erum með allskonar gerðir af skóm t.d. með hælaskó, stígvél, boots, strigaskó, gönguskó og inniskó! Svo allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Skórnir okkar eru tilvaldir fyrir öll tilefni, hvort sem það er brúðkaup, útskrift, skírn eða bara af því bara!

Allir skórnir okkar eru komnir inná vefsíðuna okkar!

Það er opið alla virka daga frá 12-18 og 12-16 á laugardögum - svo endilega kíkjið við! 

xoxo AndreA