June 21, 2017

Konur eru konum Bestar


KONUR ERU KONUM BESTAR …hljómar það ekki miklu betur en þessi gamla leiðinlega lína sem við erum vanar að heyra?

Lítil breyting á gamalli setningu en RISA breyting á hugarfari.

Við bjóðum ykkur á Laugaveginn að fagna með okkur breyttu hugafari í fáránlega flottum stuttermabolum.


Hvar: AndreA Laugavegi 72 Reykjavík 
Hvenær: Fimmtudaginn 22.Júní 2017 frá kl 17:00-20:00

Stuttermabolurinn "Konur eru konum bestar" kostar 5.900 og kemur í glæsilegum taupoka.
100 fyrstu pokarnir innihalda að auki nýjasta Glamour og rauðan varalit frá Loreal.


Andrea Magnúsdóttir & Elísabet Gunnars 

Aldís Pálsdóttir & Rakel Tómasdóttir 

Meira um bolina hér:
http://trendnet.is/elisabetgunnars/konur-eru-konum-bestar/

Myndirnar tók Aldís Pálsdóttir
Letrið á bolunum er hannað af Rakeli Tómasdóttur ofursnilling og allur ágóði af sölu mun renna til Kvennaathvarfsins.


Hlökkum til að sjá ykkur
Elísabet Gunnars & AndreA


PS...... 

TAKK TAKK TAKK allar konur sem hafa sýnt verkefni okkar áhuga. Við höfum ekki undan að svara fyrirspurnum og þá sérstaklega ykkur sem eruð erlendis eða úti á landi og komist ekki í gleðskapinn hjá okkur á morgun (fimmtudag) en viljið samt kaupa bol.

Það sem við getum gert til að uppfylla ykkar óskir er eftirfarandi:

Sendið póst á netfangið andrea@andrea.is og merkið póstinn KONUR.

Veljið stærð S-M-L-XL (ath. ekki aðsniðinn bolur, stærðirnar eru frekar stórar í "boyfriend" sniði)

Skrifið nafn og símanúmer og við verðum í sambandi, tökum við símgreiðslu.

Þið getið síðan valið um að láta sækja fyrir ykkur bolinn eða fá hann sendan heim (þá bætist við sendingargjald sem er  500 kr).

HLÝJAR KVEÐJUR á ykkur allar