CAMILLA PIHL Í ANDREA
October 03, 2019

CAMILLA PIHL Í ANDREA

Camillu Pihl ættu flestir að þekkja en hún er einn frægasti áhrifavaldur Noregs.  Camilla hefur haldið úti blogginu Camillaphil.no í nokkur ár, hún hefur hannað skart, skó svo eitthvað sé nefnt í samstarfi við stór fyrirtæki. Hún er með eigin húðvörulínu Camilla Pihl costmetics og nú fatamerki undir eigin nafni Camilla Pihl.
Camilla er ein af þessum ofur duglegu konum og magnað að sjá hvað hún hefur náð að byggja upp mikið síðustu árin
Hún stóð sjálf vaktina á tískuvikunni og seldi eigin föt, ég fíla það.  Hún tók vel á móti okkur vinkonunum (ég, Aldís og Elísabet) í febrúar síðastliðnum þegar við keyptum Camilla Pihl inn í fyrsta sinn.
Í dag /kvöld fimmtudaginn 3.Október er Konukvöld í miðbæ Hafnarfjarðar.  Það verður opið hjá okkur til kl 21:00
Þá ætlum við að sýna flíkurnar frá Camillu Pihl.  Allir sem versla fá “bambi eye” Loreal maskara að gjöf (á meðan birgðir endast) og þeir sem fá sér Essie naglalakk fá annað með í boði hússins.   Auðvitað bjóðum við öllum drykk og eitthvað sætt með því <3

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea