AndreA x BIOEFFECT
Við gætum ekki verið stoltari af nýjsasta vörumerkinu hjá okkur í AndreA ...
BIOEFFECT.
Bioeffect er mitt uppáhalds merki í húðumhirðu og hefur verið það lengi.
Húðin mín hefur sennilega aldrei verið betri en í dag og ég þakka Bioeffect fyrir það. Ég hef bloggað um það á Trendnet hvernig ég nota þessar vörur og hvaða vörur eru í uppáhaldi ...
Áhugasamir geta lesið það HÉR & HÉR.
Fyrir þá sem ekki vita er Bioeffect Íslenskt merki sem hefur náð undraverðum árangri og sópað að sér verðlaunum & viðurkenningum um heim allan undanfarin ár.
Bioeffect er framleitt á Íslandi við bestu mögulegu skilirði, hreinni og betri vöru er varla hægt að finna ....
Í Grænu smiðjunni í Grindavík verða þessir töfrar til.
Ég átti þar magnaðan dag og var gjörsamlega yfir mig heilluð.
HÉR er hægt að lesa allt um það :)
Vísindamaðurinn & snillingurinn Dr Björn.
Við í "AndreA" erum bæði búnar að prófa vöruna á eigin skinni og fara á námskeið og sækja okkur sérstaka fræðslu til að geta hjálpað þér við að finna það rétta fyrir þig.
Íslenskt JÁ TAKK !!!
Hlökkum til að taka á móti ykkur <3
LoveLove
Andrea&Co
Products
View all