AndreA - Töskur

AndreA - Töskur

Tösku-fjölskyldan okkar er alltaf að stækka <3 
Nýjasta taskan er "FANNY" en hún er fullkomin stúss & ferðataska eða bara við hvaða tilefni sem er.  Mér þykir best að nota hana yfir öxlina en það má líka stytta í bandinu og hafa hana í mittinu.  FANNY er frábær fyrir upptekið fólk sem þarf að nota báðar hendur :) en það er svo mikil snilld finnst mér að vera ekki alltaf með tösku í annarri.  Ég tek þessa ekki einu sinni af mér þegar ég set á mig bílbeltið :)

FANNY kom í rauðu og svörtu og fer mjög hratt.  Við gerum að sjálfsögðu okkar besta eins og alltaf til að anna eftispurn og þökkum ykkur fyrir þolinmæðina <3  
Allar töskurnar okkar eru úr gæða leðri og við erum mjög glöð og stolt af þeim.
Verð: 21.900 


 

 

CLUTCH:  Clutch taskan okkar er umslag sem tekur samt ótrúlega mikið.  ég skil stundum ekki hvernig ég næ að koma öllum þessum hlutum í hana ? CLUTCH kemur með tveimur böndum,  "kross yfir öxl" langt band og svo úlnliðsband eða svona party band.  Þessi taska er að mínu mati pínu ómissandi.
Verð: 22.500   

POUCH:  "Pouch" veskið er mjög líkt stóra CLUTCH nema minna, hún er ennþá meiri "partý" taska.  En má alveg nota alla virka daga líka :) 
Verð: 17.900 

 KLINK BUDDA:  Svo er það litla barnið eða klink buddan / lykla buddan 
Hún er hönnuð til að passa ofan í öll veskin / töskurnar hér að ofan.   Þegar að maður kýs að vera með tösku í minni kantinum þá er ekki pláss fyrir stórt seðlaveski.  Þessi litla budda er fullkomin fyrir kort & klink en það er líka lyklahringur í henni fyrir þær sem kjósa að hafa húslyklana þarna ofaní.
Verð: 6.900.-


AndreA XL Leðurtaska:  eða BIG MAMA :) þessi er svona endalaus, tekur ógúrlegt magn af dóti sem ein kona getur burðast með og er þar að auki með hólfi fyrir allt mögulegt.  Það er rennt stórt hólf utan á henni að framan sem er hugsað fyrir símann og lyklana og það sem maður þarf að finna fljótt.  Inn í er líka eitt rennt hólf og þrjú opin.  Með XL fylgja tvær týpur af böndum.
Verð: 33.900 



 

LoveLove
Andrea

INSTAGRAM: @andreabyandrea
INSTAGRAM: @andreamagnus
BLOGG: Trendnet.is/AndreA