BIOEFFECT - Power Cream

HVER ER VARAN?

BIOEFFECT EGF POWER CREAM er einstaklega djúpvirkandi og nærandi andlitskrem sem dregur úr sýnilegum áhrifum öldrunar. Einstök formúlan inniheldur blöndu virkra efna úr plönturíkinu sem vinna á fínum línum, jafna lit og áferð og auka þéttleika húðarinnar. Kremið má nota eitt og sér eða með BIOEFFECT serumum til að hámarka virkni.

HVAÐ GERIR VARAN?

BIOEFFECT EGF POWER CREAM inniheldur ríkulegt magn EGF sem unnið er úr byggi ásamt öðrum öflugum innihaldsef- num úr plönturíkinu sem vinna saman að því að draga úr sýnilegum merkjum öldrunar og bæta ásýnd húðarinnar.

 • EGF úr byggi er lykilhráefni okkar hjá BIOEFFECT. Það eykur raka húðarinnar, ýtir undir náttúrlega framleiðslu hennar á kollageni og viðheldur sléttri, heilbrigðri og þéttri ásýnd hennar.

 • Óridónín er nýtt og spennandi innihaldsefni sem hefur græðandi eiginleika og dregur úr skaðlegum áhrifum sinduref- na. Það hefur einnig svipuð áhrif á húðina og EGF, dregur úr fínum línum og eykur þéttleika og teygjanleika húðar. Með því að para þessi tvö öflugu innihaldsefni saman erum við að hámarka þessi áhrif.

 • Níasínamíð, einnig þekkt sem B3 vítamín, bætir ásýnd og áferð húðar, jafnar húðlit og eykur ljóma ásamt því að draga úr hrukkum og fínum línum.

 • Síðast en ekki síst, betaglúkan sem er sefandi innihaldsefni sem er unnið úr bygginu okkar og býr yfir öflugum andox- andi eiginleikum til að styrkja náttúrulegar varnir húðarinnar auk þess sem það dregur úr roða og ertingu.

  The EGF Power Cream inniheldur einnig nærandi og rakagefandi innihaldsefni.

 • Hýalúrónsýra er rakagefandi efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húð okkar. Það er fullkominn rakagjafi fyrir allar húðgerðir því það hjálpar að binda vatn í húðinni og kemur þannig í veg fyrir þurrk. Í EGF Power Cream er sérstök gerð hýalúrónsýru sem er búin til úr örsmáum sameindum sem ganga enn hraðar inn í húðina.

 • Shea smjör, Squalane og Kvöldvorrósarolía innihalda fitusýrur sem næra og mýkja húðina. Fullkomið fyrir alla sem eru með þurra eða þroskaða húð – eða vilja örlítið meiri mýkt á næringu yfir vetrartímann.

  HVER ER MARKHÓPURINN?

  EGF Power Cream hentar fullkomlega fyrir alla sem vilja bæta öflugu kremi við húðumhirðuna, hvort sem það er í staðinn fyrir eða með BIOEFFECT serumum. Það er djúpvirkandi, nærandi og hentar því sérstaklega þurri og þroskaðri húð.

  HVERNIG Á AÐ NOTA VÖRUNA?

  Berið á andlit, háls og bringu bæði kvölds og morgna. Nuddið mjúklega með hringlaga hreyfingum.

  INNIHALDSEFNI

  WATER (AQUA), BUTYROSPERMUM PARKII (SHEA) BUTTER, C12-20 ACID PEG-8 ESTER, BUTYLENE GLYCOL, ONEOTHERA BIENNIS (EVENING PRIMROSE) OIL, CETYL ALCOHOL, SQUALANE, SORBITOL, HYDROGENATED POLYISOBUTENE, NIACINAMIDE, TOCOPHEROL, SODIUM HYALURONATE, BETA GLUCAN, ORIDONIN, PHENOXYETHANOL, SORBITAN OLEATE, CARBOMER, XANTHAN GUM, ETHYLHEXYLGLYCERIN, POLYSORBATE 20, POTASSIUM HYDROXIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

21.990 kr

( / )
Unavailable

Please select all options.