Skin Care

BIOEFFECT - Body Serum

EGF Body Serum — Áhrifaríkur rakagjafi með EGF prótínum úr byggi
Húðin á líkamanum er þykkari en í andlitinu. Hún er samt engu að síður jafn næm fyrir öldrun.

EGF Body Serum er sérstaklega þróað fyrir húðina á líkamanum. Líkamsserumið inniheldur aðeins átta innihaldsefni þar á meðal ríkulegt magn af EGF prótíns úr byggi. Það dreifist afar vel og gengur hratt inn í húðina sem kemur í veg fyrir að formúlan sitji eftir eða myndi klístrað lag á yfirborði húðar. EGF Body Serum inniheldur auk EGF prótíns úr byggi: hreint íslenskt vatn, hýalúronsýru, bygg-extrakt og glýserín. Þessi olíu- og ilmefnalausa formúla lífgar upp á húðina, veitir henni langvarandi raka og gefur henni bæði mýkri og sléttari áferð. Með reglulegri notkun getur þú aukið þéttleika og dregið úr sýnilegum merkjum öldrunar.

EGF Body Serum er ný og endurbætt formúla af Body Intensive sem nú er hætt í framleiðslu. EGF Body Body Serum er í 120 ml flösku.

Náttúrulegur líkamsskrúbbur fylgir með öllum kaupum á EGF Body Serum.

EGF — Hvers vegna?
EGF (e. Epidermal Growth Factor) er prótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Það stuðlar að heilbrigðri framleiðslu kollagens og elastíns auk þess að viðhalda raka. Með aldrinum dregur úr magni EGF prótína í húðinni og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Til að sporna við þessum áhrifum hefur BIOEFFECT fundið aðferð til að framleiða EGF prótín í byggi. EGF prótínið okkar er jafnframt það fyrsta í heiminum sem er framleitt í plöntum. BIOEFFECT EGF er afurð sjálfbærrar byggframleiðslu í vistvænu gróðurhúsi sem er knúið endurnýjanlegri jarðvarmaorku. Hátæknigróðurhúsið okkar er staðsett á hraunbreiðum Reykjanesskagans.

LÝSING
  • Veitir líkamanum langvarandi raka
  • Húðin verður sléttari, þéttari og stinnari
  • Gengur hratt inn í húðina
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Einungis 8 innihaldsefni
  • Olíu-, ilmefna-, alkóhól-, glúten- og parabenalaus húðvara
  • Án ofnæmisvaldandi efna


Stærð: 120 ml/4.05 fl.oz.

Berið á hvert líkamssvæði og nuddið með þéttum strokum upp á við. EGF nær mestri virkni í röku umhverfi, þess vegna mælum við með að EGF Body Serum sé notað daglega eftir bað eða sturtu til að ná hámarksárangri.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

10.990 kr

( / )
Unavailable

Please select all options.