Instagram/afmælisleikur AndreA

Jæja !!! þá er loksins komið að því að velja vinninghafa í Instagram - afmælisleik "AndreA"  
Það voru margar sem tóku þátt og þótti okkur endalaust vænt um að sjá ykkur/ykkar myndir eða móment merkt #andreabyandrea.
Takk stelpur fyrir að taka þátt og endilega haldið áfram að merkja ykkar móment.Til að velja "uppáhalds mynd" fengum við tvær af okkar uppáhalds konum úr tískuheiminum til að velja hvor sína mynd en það eru þær Aldís Pálsdóttir ljósmyndari og tískubloggarinn Elísabet Gunnarsdóttir á Trendnet.

Elísabet: Trendnet.is/elisabetgunnars/ & Aldís: paldis.com

Elísabet valdi þessa mynd @margretmj

Elísabet Gunnars : "Ég valdi þessa mynd til sigurs í Instagram leik "AndreA" Myndin kallaði á mig enda með eindæmum viðeigandi vegna afmælisins. Andreu klæði (sloppur sem er á mínum persónulega óskalista) innan um allar þessar blöðrur í svart/hvítu þema. Margrét er greinilega smekkkona!! Til hamingju til hennar frá mér. "


Aldís valdi þessa mynd @ernathrains

Aldís Páls:   "Af mörgum mjög fallegum og skemmtilegum myndum valdi ég vinningsmyndina hennar Ernu. Mér finnst hún vera bæði fallega tekin, og ná ómetanlegu „Andreu - augnabliki“  Ég vil óska þér hjartanlega til hamingju með gjafabréfið þitt, elsku Erna Þráins. Þú ert stórglæsileg í "AndreA" og getur nú bætt í safnið
**Njóttu vel **"


Við óskum Margréti & Ernu innilega til hamingju en þær eiga sitthvort 40.000 kr gjafabréfið hjá okkur (í verslun okkar Strandgötu 19 Hfj). 
Takk allar fyrir þáttökuna og takk elsku Elísabet & Aldís fyrir að vera með og velja ykkar uppáhalds myndir. 
xxx
Andrea