Copenhagen Fashion Week

Tískuvikan í Kaupmannahöfn var haldin 5-7 Ágúst.  Mikið er um að vera í borginni á meðan að tískuvikan er og ótrúlega gaman að vera þarna á þessum tíma. En tískusýningar voru haldnar um alla borg, margar í ráðhúsinu á Radhuspladsen sem mér fannst mjög flott.  Gaman að fara inn í ráðhús borgarannir í þeim tilgangi að sjá tískusýningu en þar sá ég Barböru I Gongini. Síðan eru stórar sölusýningar þar sem að öll helstu merkin eru að sýna og selja sína vöru og þar að auki eru showroom um allan bæ þar sem innkaupafólk helypur á milli funda og pantar vörur fyrir næsta sumar SS16.  Á sama tíma var í gangi  "Copenhagen Fashion Festival"  sem stóð fyrir skemmtilegum uppákomum eins og "Fashion talk" þar sem fólk úr bransanum hittist og sagði sýna sögu og á Radhuspladsen var "Fashion exchange" þar sem tískusjúkar skvísur mættu og bíttuðu á merkjavörum (mjög sniðugt).  Á kvöldin voru svo party um alla borg á vegum fatamerkja - tískutímarita & módel skrifstoafa þannig að það var nóg að gera fyrir alla,  A & B týpur :)
Íslendingar létu sig sko alls ekki vanta á svæðið og voru þeir flest allir í innkaupaferð en þó voru einhverjir að sýna, Geysir var þarna í 1sta sinn og  66 Norður var með óhefðbundna tískusýningu þar sem regnfataher þrammaði um götur borgarinnar.  Alltaf gaman að sjá Íslensku merkin spreyta sig í þessum stóra heimi tískunnar.
Skemmtilegast fannst mér þó að sjá allar þessar ofur flottu konur, fræga bloggara, ritstjóra, fyrirsætur, hönnuði, innkaupafólk & allt þetta fólk úr bransanum og fötin þeirra :) samansafn af smartheitum
Andrea  


Ég var á hlaupum eins og allir hinir og gleymdi pínu að taka myndir en hér er smá úr símanum mínum. Eins vorum við virk á Snapchat: Andreabyandrea fyrir ykkur sem langar að fylgjast með þar.