VIKAN

Myndataka...
Við fórum í myndatöku í vikunni með ljósmyndaranum Aldísi Páls (eins og alltaf...we love her) ... Ágústan okkar var módel og Harpa Kára sá um hár & förðun.  Ég og Maddy sáum um rest :)  Skóna fengum við í Bianco og gallabuxurnar eru okkar uppáhalds LEE.
Alltaf gaman að fara í tökur og nú bíðum við bara spenntar eftir að sjá myndir frá Aldísi :) 
Hér fylgir er ein "bakvið tjöldin"  síma mynd eða snapchat mynd en við erum á Snapchat og reynum að setja þar inn allt það helsta sem við erum að bralla ef ykkur langar að fylgjast með þá getið þið addað okkur: andreabyandrea

Lifandi Laugardagur ...
Við erum óendalnega þakklát öllum þeim sem komu í miðbæinn okkar á Laugardaginn og öllum þeim sem tóku þátt.  Þetta var bara eins og að verða í útlöndum nema bara aðeins betra :) Ótrúlega gaman að sjá Strangötuna iða af lífi og hitta allt þetta frábæra fólk !
Hlökkum til að gera þetta aftur :)